Gengi hlutabréfa Eimskips hefur fallið um rúm 2,6% í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfanna stendur nú í 222 krónum á hlut. Viðskipti með hlutabréfin nemur 174 milljónum króna og er þetta mesta veltan á hlutabréfamarkaði í dag.

Greint var frá því fyrr í dag að Samkeppniseftirlitið hafi ásamt lögreglu gert húsleit í starfstöðvum Eimskips og TVG Zimsen, dótturfyrirtækis Eimskips, auk Samskipa í morgun.

Gengi hlutabréfa Eimskips hefur lækkað viðstöðulítið síðan í byrjun ágúst. Það stóð í 277 krónum á hlut í ágúst og hefur þessu samkvæmt fallið um 19,8% síðan þá. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa Eimskips í 208 krónum á hlut í aðdraganda skráningar Eimskip á markað í nóvember í fyrra. Það er nú 6,7% yfir útboðsgenginu.