Gengi hlutabréfa Icelandair Group féll um 1,69% í dag, þrátt fyrir að ekkert hafi orðið úr vinnustöðvun flugvirkja. Var það jafnframt mesta lækkun dagsins í kauphöllinni. Viðskipti með bréfin námu 120 milljónum króna og stendur gengi bréfanna í 17,4 krónum á hlut.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel um 1,40%, Vís um 1,36% og Sjóvár um 1,05%.

Á hinn bóginn hækkaði gengi bréfa í Eimskip um 0,28% og Haga um 0,22%

Úrvalsvísitalan stóð hins vegar í stað í dag og stendur í 1.154,67 stigum.