Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, GM, hefur ekki farið jafnlangt niður síðan 1955. Bílarisinn hefur ekki lækkað jafnmikið á einum degi í þrjú ár.

Lækkanirnar í dag komu í kjölfar þess að Goldman Sachs hvatti fjárfesta til að selja í GM.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu.

Sala á stórum jeppum og pallbílum hefur dregist saman í heiminum en GM hafa verið sterkir á þeim markaði. Samdráttur í sölu er rakinn til olíuverðshækkana og aukinnar umhverfisvakningar almennings

Forstjóri GM, Rick Wagoner, segir fyrirtækið hafa nóg lausfé út árið, auk þess að hafa fjárhagslegan sveigjanleika í lengri tíma.

Wagoner segir GM standa á traustum grunni og skipti það miklu máli.