Gengi hlutabréfa hefur hækkað um rúm 2,2% á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum í dag eftir að fyrirtækið hafði betur fyrir dómi gegn keppinautinum Samsung. Samkvæmt dómi í málinu var Samsung dæmt til að greiða Apple einn milljarð dala, jafnvirði um 120 milljarða íslenskra króna.

Gengi hlutabréfa Apple stendur nú í rúmum 677 dölum á hlut. Það hefur hækkað mikið upp á síðkastið en til samanburðar stóð það í 383,6 dölum á hlut. Fyrir sléttum tveimur árum kostaði hins vegar eitt hlutabréf í Apple rúman 241 dal. Þetta jafngildir því að gengi hlutabréfa Apple, sem hefur aldrei verið hærra en einmitt í dag, hefur hækkað um 76% á einu ári og 180% á sl. tveimur árum.