Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 2,26% í talsverðri veltu í Kauphöllinni í dag eða upp á 371 milljón króna. Gengi hlutabréfa Haga-samstæðunnar endaði í 20,35 krónum á hlut í dag og hefur aldrei verið hærra. Ekki liggur fyrir um ástæðu þessara miklu viðskipta.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,67% og gengi bréfa fasteignafélagins Regins um 0,39%.

Gengi hlutabréfa Marel lækkaði hins vegar um 0,38% og bréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,27%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,12% og endaði hún í 976,65 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam tæpum 700 milljónum króna.