Gengi hlutabréfa Haga féll um 2,89% í viðskiptum upp á rúmar 190 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Viðskipti á markaðnum voru nær eingöngu með hlutabréf Haga en heildarvelta í Kauphöllinni nam 198,9 milljónum króna.

Fram kemur í uppgjöri Haga sem félagið birti í dag kemur fram að hagnaðurinn í fyrra hafi numið 2,3 milljörðum króna sem er meira en 100% aukning á milli ára.

Á sama tíma og gengi bréfa Haga féll lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,46%. Félagið greindi frá því í dag að tvíhliða skráningu á hlutabréfamarkað í Noregi hafi verið frestað um óákveðinn tíma.

Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 0,63%

Úrvalsvísitalan stóð hins vegar óbreytt í 1.086 stigum.