Gengi krónunnar veiktist um 8,8% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og stóð í 133,7 stigum við lokun markaða í dag, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Gengi krónunnar hefur verið að veikjast á árinu og frá áramótum hefur krónan fallið um 28,2%. Ef litið er til stærstu viðskiptamynta Íslands hefur krónan veikst mest gagnvart pundi (GBP) eða um 11,3%. Næst mesta veiking krónunnar var gagnvart evru (EUR), eða 10,2%. Krónan veiktist svo um 4,5% gagnvart dollar (USD) á 2. fjórðungi. En samanlagt vega þessar þrjár myntir um 76% af gengisvísitölu krónunnar," segir greiningardeildin.