Gengi krónunnar hækkaði í dag um 0,50%. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 108,35 til 109,15.
Gengi USD/ISK fór undir 60 krónur í dag í fyrsta skipti síðan í nóvember 1992. Gengi krónunnar hefur ekki verið jafn hátt skráð síðan í júní 2000. Síðustu daga hafa væntingar um aukinn vaxtamun innlendra og erlendra vaxta orðið til þess að styrkja gengi krónunnar. Búast má við að Seðlabankinn hækki vexti samhliða útgáfu Peningamála 22. mars. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 8,75% en þeir voru hækkaðir um 0,5% 18. febrúar sl. Hæst fór gengi krónunnar 2. maí 2000 en þá fór gengisvísitalan í 107,76.
Gengisvísitalan byrjaði í 109,05 og endaði í 108,50. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag voru 8,2 milljarðar.