Gengi krónunnar lækkaði um 0,08% í dag. Stýrivextir voru hækkaðir um 25 punkta í Bandaríkjunum í gær og er þetta fjórða vaxtahækkunin frá því í júní. Búast má við annarri vaxtahækkun í desember. Gengi USD sveiflaðist á þröngu bili gagnvart helstu gjaldmiðlum í dag. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 120,20 og endaði í 120,30. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 5,1 milljarðar ISK.

EURUSD 1,2895
USDJPY 106,70
GBPUSD 1,8420
USDISK 67,80
EURISK 87,45
GBPISK 124,90
JPYISK 0,6355
Brent olía 42,50
Nasdaq 0,60%
S&P 0,45%
Dow Jones 0,35%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.