Gengi hlutabréfa Marels heldur áfram að hækka en fyrir rúmum klukkutíma síðan hafði gengið hækkað um 4,49% . Á þessari stundu nemur hækkun dagsins hins vegar 8% í 536 milljóna króna veltu.

Fjárfestar virðast því taka vel í tilkynningu félagsins síðan í morgun, en þar kom fram að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi væri ofar væntingum. Byggist það einkum á auknum tekjum, hagstæðri tekjudreifingu og aukinni skilvirkni í rekstri fyrirtæksins.