Markaðsverðbréf námu í lok apríl 7.472 milljarða króna og hækkuðu um 104 milljarða króna á mánaða. Markaðsskuldabréf námu 4.287 milljörðum króna og lækkuðu um 117 milljarða króna frá fyrra mánuði, að því er fram kemur í upplýsingum frá Seðlabanka.

Mest var lækkunin vegna gengistryggðra skuldabréfa banka og sparisjóða sem lækkuðu um 92 milljarða króna yfir mánuðinn.

Víxlar banka og sparisjóða jukust um 125 milljarða króna milli mánaða eða um 57,9%.

Hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hækkuðu í mánuðinum um 19 milljarða króna og hlutabréf skráð í Kauphöll hækkuðu um 78 milljarða króna og námu 2.162 milljörðum í lok apríl.