Opinber skráning gengisvísitölunnar hefur ekki verið hærri á þessu ári. Opinber skráning var í morgun 157,78 stig samkvæmt vef Seðlabanka Íslands.

Gengisvísitalan er nú 158,4 stig samkvæmt Markaðsvakt Mentís og hefur krónan því veikst um 4,5% frá opinberu gengi Seðlabankans í gær.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun íslensku krónunnar frá áramótum samkvæmt gengisvísitölu Seðlabankans.

Lokagildi gengisvísitalan var yfir 157 stigum þann 18. og 19.mars síðastliðinn og en fór hæst í 157,66 stig þann 18. mars.

Þegar þetta er skrifað, kl. 10:45 stendur Evran í 123,45 krónum, dollarinn 78 krónum og sterlingspundið í 155,9 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 78,4 krónum og japanskt jen í 0,78 krónum.