Gengisvísitalan er nú komin yfir 200 stig, nánar tiltekið stendur hún í 201,9 stigum, samkvæmt Markaðsvakt Mentis og hefur aldrei verið hærri en nú.

Krónan veiktist um 5,1% á mörkuðum í gær og hefur það sem af er degi í dag lækkað um 2,6%.

Bandaríkjadalur kostar nú 108,4 krónur, evran 153,6 krónur og Sterlingspundið á 193,2 krónur.