Gerður Huld Arinbjarnardóttir á 83% í samlagfélaginu HV23 slf. sem hagnaðist um 31 milljón króna á síðasta ári samkvæmt áætlun úttektar Viðskiptablaðsins sem kom út í gær á afkomu slíkra félaga.

Næstu tvö sæti listans verma Garðplöntusalan Borg slf. og Sápa Hár og snyrtivörur sf., en afkoma beggja er áætluð af Skattinum.

Í fjórða sætinu er félag hárgreiðslumeistarans Baldurs Rafns Gylfasonar, Mr. B. slf, sem hagnaðist um áætlaðar 29 milljónir króna og greiddi 96 milljónir í laun. Eigendur samlagsfélaga mega ekki vera færri en tveir, en aðeins Baldur er gefinn upp sem raunverulegur eigandi á vef Skattsins enda fer hann með 99% eignarhlut.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði