„Ákæran er grátleg og hlægileg. Þetta var andstyggilegt leikrit sem hefur gert honum ókleiftað starfa á sínu sviði. Sá sem er eftirlýstur hjá Interpol nýtur ekki trausts,“ segir Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. Fyrirtaka fer nú fram í máli sérstaks saksóknara í Al Thani-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnúsi Guðmundssyni, bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafi Ólafssyni, sem löngum er kenndur við Samskip. Hann var jafnframt stór hluthafi í Kaupþingi og tengdist viðskiptafléttunni náið þegar fjárfestirinn Al Thani keypti 5% hlut í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna örfáum dögum áður en bankinn fór í þrot. Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik.

Þeir Sigurður, Ólafur og Magnús eru viðstaddir fyrirtökuna en ekki Hreiðar Már.

Gestur fór í máli sínu m.a. yfir ákæru sérstaks saksóknara á hendur Sigurði og því þegar hann var eftirlýstur hjá Interpol þegar kallað var eftir því að hann gæfi skýrslu hjá embættinu. Hann gagnrýndi að embætti sérstaks saksóknara ósk Sigurðar um að setja skilyrði fyrir því að hann kæmi til skýrslutöku. Þar á meðal sem hann setti fyrir sig var að hann yrði hvorki handtekinn né settur í gæsluvarðhald líkt ogfleiri stjórnendur Kaupþings sem tengdust rannsókn embættisins um sama leyti.

Gestur sagði margt brogað við ákæruna og samskipti lögreglumanna hér. Þá sé ekkert hæft í ásökun á hendur Sigurði um skjalafals.

„Það er varla hægt að valda orðspori manns meira tjóni en með þessum hætti,“ sagði Gestur og benti á að hún hafi gert Sigurði ókleift að starfa á fjármálamarkaði.