Plastiðjan festi nýlega kaup á nýrri vél sem framleiðir meðal annars jógúrt- og skyrdollur, drykkjarmál og fleiri álíka ílát. Þá keypti fyrirtækið einnig nýlega 6 lita vél til að prenta á dollur og drykkjarmál.

„Í öllum okkar áætlunum og útreikningum miðum við að því að keppa við verð í Evrópu þannig að við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri Plastiðjunnar á Selfossi. Plastiðjan er framleiðslu- og heildsölufyrirtæki sem sérhæfir sig í heildarlausnum tengdum umbúðum og Axel Óli segir að innan skamms geti fyrirtækið þjónað öllum íslenska markaðnum margfalt.

__________________________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.