„Já, ég var einn af mörgum heimildarmönnum. Þar var þó ekki verið að brjóta þagnarskylduákvæði og þeir [Hafskipsmenn - innsk. blm] brutu lög og fengu dóm," segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í viðtali við Viðskiptablaðið.

Hafskipsmálið svonefnda  hófst með úttekt Halldórs Halldórssonar blaðamanns í Helgarpóstinum sáluga árið 1985. Gunnar steig síðar fram sem einn af heimildarmönnum blaðsins.

„Þar var gífurleg óstjórn á fyrirtækinu og stundaðir óeðlilegir viðskiptahættir og misvísandi og rangar færslur. Hafskip fór í hlutafjárútboð á grunni vísvitandi rangra upplýsinga sem er alvarlegt mál," segir Gunnar meðal annars í samtali við Viðskiptablaðið.

Nánar er rætt við Gunnar Þ. Andersen í Viðskiptablaðinu.