Landsbankinn hefur sent London Stock Exchange tilkynningu þar sem bankinn lýsir því yfir að gilt samþykki hafi borist á yfirtökutilboðinu (?tilboðinu?), sem HSBC hefur gert fyrir hönd Landsbanki Holdings (UK) plc (?Landsbanki UK?), hlutafélags að fullu í eigu Landsbankans, í allt útgefið hlutafé og það hlutafé er stendur til að gefa út í Teather & Greenwood Holdings plc (?Teathers?) sem er ekki þegar í eigu Landsbankasamstæðunnar, vegna 23.142.658 hluta í Teathers, sem samsvarar samtals um 40,3 % af þegar útgefnu hlutafé í Teathers.

Áður en tilboðstímabilið hófst átti Landsbankinn samtals 275.000 hluti í Teathers, sem samsvaraði um 0,5% af þegar útgefnu hlutafé í Teathers. Hinn 1. febrúar 2005 eignaðist Landsbankinn samtals 5.321.495 hluti í Teathers til viðbótar, sem samsvaraði um 9,3% af þegar útgefnu almennu hlutafé í Teathers.

Landsbankinn og Landsbanki UK eiga því eða hefur borist gilt samþykki á tilboði í 28.739.153 hluti í Teathers, sem samsvarar um 50,0001 % af þegar útgefnu hlutafé í Teathers. Skilyrðinu í mgr. (a) í A-hluta viðauka I í tilboðinu hefur því verið fullnægt og tilboðið er nú óháð samþykki.

Vakin er athygli á því að tilboðið er enn háð öðrum þeim fyrirvörum sem gerðir voru svo sem um samþykki Financial Services Authority í Englandi við kaupunum og því að Fjármálaeftirlitið banni þau ekki.