Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanns Hönnu Birnu, mun vera birt ákæra frá ríkissaksóknara vegna kæru vegna meðferðar persónuupplýsinga um hæliseitenda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Innanríkisráðherra.

Gísli Freyr verður leystur frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum.

Hanna Birna hefur að auki óskað eftir því við forsætisráðherra að þau málefni sem heyri undir hana og hafa með dómsstóla og ákæruvald að gera færsist til annars ráðherra í ríkisstjórn á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey stendur yfir.