Gistinætur á hótelum í október voru 238.000, en það er 30% aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands .

Gistinætur erlendra gesta fjögar um 40% milli ára, en gistinætur erlendra gesta voru 88% af heildarfjölda gistninátta í mánuðinum. Gistinóttum Íslendinga fækkar um 12% milli ára.

Flestar gistinætur á hótelum voru á höfuðborgarsvæðinu, en þeim fjölgar um 29% milli ára. Af erlendum gestum áttu
Bretar flestar gistinætur, eða 44.300, og Bandaríkjamenn næst flestar eða 28.800.