Í Vegvísi Landsbankans er greint frá því að gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 16,7 milljarða króna, eða 8%, í maí.

Í lok maí nam gjaldeyrisforðinn 190 milljörðum króna.

Skýringin á því er samkvæmt Vegvísi að mestu að erlent lán ríkissjóðs að andvirði um 18 milljarða króna var á gjalddaga um miðjan mánuðinn.

Gengi krónunnar var nær óbreytt frá upphafi til loka mánuðarins og því eru áhrifin af gengisbreytingum hverfandi.