Frá því bankakerfið og krónan hrundi hefur íslenska hagkerfið glímt við afleiðingarnar. Einn alvarlegasti kvillinn sem steðjar að fyrirtækjum sem starfa á alþjóðamörkuðum, eins og Marorku, eru gjaldeyrishöftin. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Marorku, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að „óhugsandi“ sé að búa við gjaldeyrishöft í nútímaviðskiptum.

Gjaldeyrishöftin valda miklum erfiðleikum, ekki síst þegar kemur að því fá fjárfestingu inn í landið erlendis frá. Þórður segir gjaldeyrishöftin „hryllileg“ og það sé ekki hægt að búa við þau til frambúðar. Hann segist enga trú hafa á því að það sé hægt að halda krónunni úti án einhverra hafta. Krónan hafi engan trúverðugleika sem sýni sig best á gjaldeyrishöftunum. „Ekkert atvinnulíf getur búið við gjaldeyrishöft í nútímaviðskiptum. Það er óhugsandi,“ segir Þórður. Aðkallandi sé því að endurskoða peningstefnu landsins. „Það þolir enga bið,“ segir Þórður.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir tölublöð.