Gjaldeyrisstaða bankanna hækkaði um 45 milljarða króna í janúar og er nú 233,6 milljarðar króna, segir greiningardeild Landsbankans.

"Þessi staða hefur verið byggð upp af miklum krafti á undanförnum mánuðum, meðal annars í tengslum við áhættuvarnir Kaupþings vegna erlendrar starfsemi. Samkvæmt reglum Seðlabankans má gjaldeyrisstaða bankanna vera skökk um allt að 30% af eigin fé, en hægt er að sækja um undanþágur þar frá," segir greiningardeildin.