Skiptum er lokið á búi Arons Péturs Karlssonar. Lýstar kröfur námu um 125 milljónum og fengust aðeins 141 þúsund krónur upp í þær. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Aron Pétur var dæmur í Hæstarétti í september 2013 í tveggja og árs fangelsi og til þess að sæta upptöku á tæplega hundrað milljónum króna. Þá var hann dæmdur til að greiða Arion banka, Íslandsbanka og Glitni rúma 161 milljón króna.

Málið sneri að sölu félagsins Vindasúla á stórhýsi við Hverfisgötu til kínverska sendiráðsins árið 2007 fyrir 870 milljónir króna. Arion banki, Íslandsbanki og Glitnir áttu tryggingabréf með veði í húsinu.

Þeir sökuðu Aron um að hafa beitt blekkingum við afléttingu skulda á húsinu og snuprað sig um allt að 300 milljónir króna við söluna. Í byrjun árs 2010 gerði efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra húsleit á starfsstöð Arons og föður hans og fleirum sem sáu um viðskiptin og lagði hald á 93 milljóna króna meintan ávinning af fasteignaviðskiptunum.