Í júlímánuði voru 43 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Til samanburðar voru 97 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á sama tíma í fyrra. Þetta má sjá í tölum sem Hagstofan birti í dag.

Fyrstu sjö mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 615 en það er um 34% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 938 fyrirtæki voru til tekin til gjaldþrotaskipta.

Í júlímánuði voru skráð 136 ný einkahlutafélög samanborið við 119 slík á sama tíma á síðasta ári. Rúmlega 6% aukning hefur orðið í fjöldi nýrra einkahlutafélaga á fyrstu sjö mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra.