Glitnir hefur verðlagt skuldabréfaflokk að virði 500 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt upplýsingum frá umsjónaraðlium, eða sem samsvarar 32,7 milljörðum króna.

Samvæmt heimildum Viðskiptablaðsins frestaði Glitnir skuldabréfaútboði í kjölfar endurskoðunar Moodys á lánshæfismati íslensku bankanna.

Kjörin eru 26 punktar yfir þriggja mánaða LIBOR-vexti í Bandaríkjunum og gjalddagi bréfanna er þann 20 apríl árið 2010.

Banc of America Securities og Morgan Stanley eru umsjónaraðilar útboðsins. Glitnir er með lánshæfismatið A-mínus hjá Standard & Poors og Aa3 hjá Moodys, sem lækkaði matið í síðustu viku úr Aaa eftir að hafa hækkað það í hæsta flokk vegna breyttrar aðferðarfræði.