Glitnir mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung á morgun. "Greiningardeild gerir ráð fyrir ágætis uppgjöri upp á tæpa 7,7 milljarða króna, sem er nokkru undir öðrum ársfjórðungi sem var metfjórðungur. Bankinn mun innleysa hagnað upp á um 900 milljónir króna vegna sölu á Visa.

Við gerum ekki ráð fyrir miklum hagnaði frá sænska félaginu Fischer Partners þar sem kostnaðarhlutfall verðbréfamiðlunar er hátt. Þá reiknum við með að hreinar vaxtatekjur dragist talsvert saman frá öðrum fjórðungi vegna lægri verðbóta og hærri skammtímavaxta," segir greiningardeild Landsbankans.