Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM) leitast nú við að stækka markaðshlutdeild  sína í Kína.

GM er nú þegar stærsti erlendi bílaframleiðandinn í Kína og hyggur nú á frekari vinninga þar. Stefnir félagið á að stækka hlut sinn í SAIC-GM-Wuling bílaframleiðandanum kínverska.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu.

SAIC framleiðir aðallega sendiferðabíla og litla vörubíla undir vörumerkinu Wuling. GM á nú þegar 34% í SAIC.

Heldur hefur hallað undan fæti hjá GM að undanförnu en félagið tilkynnti um 4,2 milljarða bandaríkjadala tap í framleiðslukostnaði á þriðja ársfjórðungi. Sérfræðingar hafa því gagnrýnt þessa innkomu GM í Kína og telja hana ekki sniðuga. Því hafna forsvarsmenn GM.