Nú hefur General Motors fest kaup á fyrirtækinu Cruise Automation Inc., sprotafyrirtæki frá Kísildal sem sérhæfir sig í þróun sjálfkeyrandi bíla og forrita þeim tengdum.

Ljóst er að General Motors heltast úr lestinni þegar kemur að nýrri samgöngu tækni á borð við snjallbíla sem keyra sig sjálfir, en meðal annars fjárfesti félagið 500 milljónum dala fyrir skömmu síðan í Lyft, leigubílaforritinu sem er helsti keppinautur Uber.

Engu var ljóstrað upp um kaupskilmála General Motors við Cruise Automation. Fyrirtækið hefur hingað til unnið að þróun svokallaðs RP-1 kerfis, sem hægt var að bæta við eldri Audi-bifreiðar og gerði bílnum kleift að keyra sjálfum á hraðbrautum.