Bandaríski bankinn JPMorgan Chase hefur kynnt niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi. Tekjur bankans á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins voru 5,4 milljarðar bandaríkjadala. Það er meira en áður var spáð.

Bankinn segir ástæðu hagnaðarins vera að aukinn áhersla hafi verið lögð á fjárfestingabankastarfsemi og að aukning hafi verið í fasteignalánum. Vöxtur í slíkum lánum var 33% miðað við sama tíma á síðastas ári.