Dómari í Kaupþingsmálinu svokallaða hafnaði frávísunarkröfu verjanda sakborninga í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og heimilaði framlagningu rannsóknargagna sem fylgdu ákæru embættis sérstaks saksóknara. Málið snýr að ákæru embættis sérstaks saksóknara á hendur níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við viðskipti með bréf í bankanum í aðdraganda þess að bankinn fór í þrot. Níu eru ákærðir í málinu, þar á meðal Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, sem var forstjóri bankans, og miðlarar. Á meðal rannsóknargagna í málinu er notkun á svokölluðum kauphallarhermi, tvær lögfræðilegar álitsgerðir frá erlendum lögfræðingum og afrit af samtölum tveggja sakborninga við lögmenn.

Vb.is sagði fyrr í dag um málið hæpið að dómari myndi hafna framlagningu gagnanna enda hafi Hæstiréttur heimilað hana í öðrum málum þótt rétturinn hafi gert athugasemdir við innihald þeirra.

Úrskurður héraðsdóms