*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Erlent 21. apríl 2017 18:55

Goldman eykur endurgjöf

Goldman Sachs hefur innleitt kerfi sem á að veita 360 gráðu endurgjöf allt árið um kring.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Starfsmenn Goldman Sachs Group geta nú fengið endurgjöf samstundis frá framkvæmdastjórum félagsins.

Nýtt kerfi sem kallast Ongoing Feedback360+ á að hjálpa starfsmönnum að fá 360 gráðu endurgjöf hvenær sem er.

Með þessu vilja stjórnendur Goldman Sachs einnig setja fordæmi fyrir innleiðingu nýrrar tækni á vinnustaðnum.

JPMorgan hefur einnig innleitt sambærilegt kerfi, en markmiðið er að fá betra yfirlit yfir framlag starfsmanna yfir árið.

Stikkorð: Goldman Tækni Endurgjöf
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is