Aðildarríki tollabandalags ESB hafa sameiginlega tollskrá gagnvart þriðju ríkjum en tollar á innflutning og útflutning falla niður á milli aðildarríkjanna, enda fara vörusendingar óhindrað yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti sé að ræða.

Utanríkisráðuneytið hefur nú kynnt samningsafstöðu Íslands í tveimur nýjum köflun, annars vegar um tollbandalag og hins vegar um utanríkistengsl.

Samkvæmt samningsafstöðunni felst Ísland á sameiginlegt regluverk og segir í afstöðunni að samræming íslenskrar löggjafar og tollframkvæmdar við regluverk ESB verði undirbúin og framkvæmd eigi síðar en við aðild.

Í samningsafstöðunni eru þó gerðir vissir fyrirvarar og meðal annars vikið að hugsanlegum neikvæðum áhrifum sem breyttir tollar gætu haft á innflutning aðfaga til mikilvægra atvinnuvega, s.s. orkufreks iðnaðar, landbúnaðar og fiskvinnslu.

Samningsafstöðuna í heild sinni má skoða hér .