*

föstudagur, 17. september 2021
Innlent 7. október 2016 10:45

Google býður íslenskum stelpum á námskeið

Google býður 224 íslenskum stelpum á forritunarnámskeið.

Ritstjórn
Stjórn Forritara framtíðarinnar: Sigfríður Sigurðardóttir hjá CCP, Ragnhildur Geirsdóttir hjá Landsbankanum, Guðmundur Tómas Axelsson Reiknistofu bankanna, Arnheiður Guðmundsdóttir í Ský og Bjarki Snær Bragason hjá Össur.

Google býður 224 stelpum á aldrinum 8 til 13 ára á forritunarnámskeið í tengslum við evrópsku forritunarvikuna Europe Code Week. Forritarar framtíðarinnar hafa hlotið styrk vegna námskeiðsins til að vekja áhuga á forritun hjá stelpum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Forritarar framtíðarinnar munu í samstarfi við Google og Skema nota styrkinn til að bjóða stelpum á aldrinum 8 til 13 ára upp á 16 forritunarnámskeið helgina 22. til 23. október, þeim að kostnaðarlausu. Alls eru laus sæti fyrir 224 stelpur og verða námskeiðin í tveimur aldursflokkum, 8 til 10 ára og 11 til 13 ára. Um er að ræða grunnkennslu í forritun sem gefur góða innsýn inn í skapandi heim tækninnar og tekur hvert námskeið 1 klukkustund og 15 mínútur. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.

Stikkorð: Google Forritun stelpur bjóða