Franskur dómstóll hefur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Google sé að brjóta samkeppnislög með því að bjóða ókeypis upp á aðgang að kortavef sínum á slóðinni maps.google.com.

Keppinauturinn, kortagerðarfyrirtækið Bottin, hélt því fram að Google væri aðeins að bjóða upp á þessa þjónustu endurgjaldslaust núna þangað til keppinautarnir hefðu verið reknir út af markaðnum og þá myndi bandaríska fyrirtækið fara að innheimta gjald. Féllst dómstóllinn á þessi rök og var Google dæmt til að greiða andvirði um 80 milljóna króna í skaðabætur. Google mun líklega áfrýja dómnum.