Leitarvélin Google hefur byrjað með staðreyndavog. Staðreyndavogin mun birtast samhliða öðrum fréttum á Google News fréttaveitu fyrirtækisins og mun hún „beina sjónum að tilraunum þess til að greina staðreyndir frá skáldskap.“

Sannreynir staðreyndir í fréttum

Stjórnandi fréttaveitununnar Richard Gingas bætti því við að viðbótin muni „hjálpa lesendum að sannreyna staðreyndir í fréttum.“

Sagði hann að fréttasíður sem þegar hefðu staðreyndavog á sínum snærum gætu sótt um að hún myndi birtast i leitarvél fréttaveitunnar.

Til að byrja með í Bandaríkjunum og Bretlandi

„Þú munt geta séð merktar fréttir á news.google.com og í Google News & Weather öppum, til að byrja með í Bandaríkjunum og Bretlandi,“ sagði hann á bloggsíðu.

Google mun ákveða hvort frétt þurfi á því að halda að vera sannreynd en nú þegar merkir síðan hvort fréttir skuli metnar sem skoðunarpistlar, skyldar fréttir eða staðbundnar.

Samkvæmt rannsókn Duke Univestiy eru nú þegar meira en 100 staðreyndavogir á netinu.