*

mánudagur, 25. janúar 2021
Erlent 3. maí 2020 15:04

Google velti 41,2 milljörðum dollara

Tekjur móðurfélags Google námu 41,2 milljörðum dollara á fyrsta ársfjórðungi og jukust um 13% frá sama tímabili í fyrra.

Ritstjórn
epa

Tekjur Alphabet, móðurfélags Google, námu 41,2 milljörðum dollara á fyrsta ársfjórðungi og jukust um 13% frá sama tímabili í fyrra. Góð auglýsingasala í upphafi árs ku hafa vegið á móti neikvæðum áhrifum vegna COVID-19. Forstjóri félagsins segir þó að mikill samdráttur hafi átt sér stað í mars og því megi reikna með verri afkomu á næsta fjórðungi. WSJ greinir frá.

Greinendur höfðu reiknað með að tekjur félagins myndu nema 40,8 milljörðum dollara og hækkaði gegngi bréfa félagsins um 7% eftir að greint var frá afkomu fyrsta ársfjórðungs.

Rekstrarhagnaður móðurfélagsins nam um 8 milljörðum dollara á ársfjórðungnum en á sama tímabili í fyrra nam rekstrarhagnaðurinn 6,6 milljörðum dollara.

Stikkorð: Google afkoma Alphabet