Google reyndi á síðasta ári að kaupa sænsku tónlistarveituna Spotify. Wall Street Journal seg­ir að Google hafi hætt við kaup­in, enda hafi stjórn­end­um Google þótt tón­list­ar­veit­an ætl­ast til að fá alltof hátt verð fyr­ir fyr­ir­tækið.

The Wall Street Journal hef­ur eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­manni að eig­end­ur Spotify hafi viljað fá 10 millj­arða dala, um 1.150 millj­arða króna, fyrir söluna. Hins veg­ar hafi fyr­ir­tækið aðeins skömmu áður verið metið 4 millj­arða dala virði sem Google var talið vera tilbúið til að borga.

Spotify er leiðandi í heim­in­um í dreif­ingu tón­list­ar um netið, not­end­ur þess eru nú um 40 millj­ón­ir í 56 lönd­um. Þar af borga 10 milljónir fyrir þjónustuna.