Í Hálf fimm fréttum Kaupþings er greint fá að OMX-kauphallarsamstæðan hafi skilaði 223 milljónum sænskra króna í hagnað á þriðja ársfjórðungi sem var um 30% aukning á milli ára. Tekjur félagsins námu rúmum einum milljarði sænskra króna og jukust um 22,6% frá 2006. Fram kemur að tekjurnar hafi aukist á milli annars og þriðja ársfjórðungs en sá síðarnefndi er að jafnaði rólegur mánuður á verðbréfamörkuðum.