*

sunnudagur, 22. september 2019
Innlent 3. apríl 2014 13:51

GreenQloud hrósað fyrir vistvæna gagnaþjónustu

GreenQloud stefnir á að gangsetja nýtt gagnavert í Bandaríkjunum í maí.

Ritstjórn
Úr gagnaveri.

Íslenska fyrirtækið GreenQloud var til umfjöllunar í breska dagblaðinu Guardian í gær í frétt um vistvæna gagnaþjónustu. Þar er fjallað um nýja skýrslu Greenpeace um vistvæn gagnafyrirtæki og er þar minnst á GreenQloud sem dæmi um hversu mikil eftirspurn sé eftir umhverfisvænum kostum í gagnaþjónustu.

Í grein Guardian kemur m.a. fram að GreenQloud, sem stofnað var árið 2010, stefnir á að gangsetja sitt fyrsta gagnaver í Bandaríkjunum nálægt Seattle í maí þar sem 95% af orku sem nýtt verður eru unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum.

GreenQloud er fyrsta umhverfis­ væna tölvuský heims en ekkert tölvuskýjafyrirtæki er með jafn hátt hlutfall endurnýjanlegra orku gjafa eða 100% í íslensku gagnaver unum Verne Global og Thor Data Center og 95 97% í Digital Fortress, Bandaríkjunum.

Stikkorð: GreenQloud Greenqloud