Alan Greenspan sagði í viðtali í sunnudagsblaði dagblaðsins El Pais að það séu meira en helmings líkur á því að Bandarískt hagkerfi sé að sigla inn í efnahagslega lægð.

Ástand efnahagslegrar lægðar er þó enn ekki orðið að veruleika í Bandaríkjunum, en það er snögg minnkun í eftirspurn, aukning atvinnuleysis og mikil veiking efnahagskerfisins, sagði Greenspan.

Greenspan sagði hagkerfi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins vera á krossgötum eftir langt tímabil hagvaxtar án verðbólgu. „Nú eru mun erfiðari tímar, hvað peningamálastefnu varðar, en þegar ég var bankastjóri Seðlabankans“ sagði hann, en Greenspan var bankastjóri bandaríska Seðlabankans frá 1987 til 2006.