Alan Greenspan fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að möguleiki sé á annarri kreppu í Bandaríkjunum. Hann sagði í samtali við BBC að hann hefði ekki upplifað aðrar eins aðstæður í bandarískum stjórnmálum þar sem samkomulag virtist svo órafjarri.

Greenspan sagðist hafa samúð með markmiðum Teboðshreyfingarinnar, hluta Repúblikanaflokksins, sem barðist gegn hækkun skuldaþaksins. Hann sagði aftur á móti að aðferðir Teboðshreyfingarinnar við að ná fram markmiðum sínum væru ekki lýðræðislegar.

Greenspan var seðlabankastjóri á árunum 1987-2006. Hann er um þessar mundir að gefa út nýja bók, The Map and the Territory.