„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að nota andvirði sölu hlutabréfa í HS Veitum til að borga niður skuldir bæjarins og er það í takt við þá áherslu bæjarstjórnarinnar að efla fjárhagsstöðu bæjarins," er haft eftir Haraldi L. Haraldssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, í fréttatilkynningu.

Salan á hlutabréfunum skilar Hafnarfjarðarbæ 300 milljónum króna. Á fundi bæjarstjórnar var fjármálastjóra og bæjarstjóra  falið að skoða hvernig þessi fjárhæð nýtist best með tilliti til vaxtakostnaðar og uppgreiðslugjalda sem eru mismunandi á lánaskuldbindingum sveitarfélagsins og gera tillögu til bæjarráðs um ráðstöfum fjárhæðarinnar.