Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði síðasta árs liggur nú fyrir. Tekjujöfnuðurinn var neikvæður um 2,7 milljarða á tímabilinu, en það er betri niðurstaða en búist hafði verið við.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs jukust um 9,4 milljörðum króna (1,6%) og voru um 577 milljarðar. Greidd gjöld jukust um 45,8 milljarða (8,6%) og voru um 580 milljarðar.

Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 17,9 milljarða, en það var jákvætt upp á 38,6 milljarða árið 2014. Þessi miklar breyting milli ára skýrist að stórum hluta af því að leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána var gjaldfærð undir lok árs 2014 en kom ekki til greiðslu fyrr en í byrjun árs 2015. Sú gjaldfærsla nam 19,5 milljörðum króna.