Greiðslufall blasir við Reykjaneshöfn í dag, en fundi kröfuhafa með Reykjanesbæ lauk í gær án ákvörðunar um veitingu greiðslufrests. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir stöðuna fordæmalausa. Reykjanesbær hefur óskað eftir því að fjórðungur skulda bæjarins verði felldur niður.

Fundi fulltrúa Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar með lánardrottnum hafnarinnar, sem fram fór í gær, lauk án þess að niðurstaða fengist í því hvort höfnin fengi greiðslufrest á tilteknum greiðslum. Greiðslurnar eru á gjalddaga í dag. Meðal annars er um að ræða afborganir af skuldabréfum í tveimur skuldabréfaflokkum sem skráðir eru í Kauphöllina. Reykjaneshöfn er að fullu í eigu Reykjanesbæjar.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Viðskiptablaðið að svo virðist sem höfnin muni ekki geta greitt greiðslurnar í dag. „Það er svo sem búið að gefa það út,“ segir Kjartan. Hann tekur þó fram að höfnin hafi til loka dags í dag tíma til að greiða umræddar greiðslur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .