Krónur
Krónur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Greiðslujöfnunarvísitalan fyrir ágústmánuð stendur í 108,7 stigum og er það hæsta gildi sem hún hefur náð. Í júlí var gildi hennar 103,9 stig. Hækkunin nemur 4,8 stigum og er það mesta hækkun milli mánaða frá því mælingar vísitölunnar hófust árið 2008.

Greiðslujöfnunarvísitalan er mælikvarði á þróun launa og atvinnustigs í landinu. Launahækkanir valda hækkun vísitölunnar og aukning atvinnuleysis veldur lækkun. Má því ætla að áhrif launahækkana vegna kjarasamninga í maí vegi þyngra en atvinnuleysisaukningin sem fram kemur í tölum Hagstofu.