Greining Glitnis spáir því að íbúðaverð lækki um 18% að raunvirði á næsta ári, og um 15% að nafnvirði. Í spánni segir að á næsta ári verði mikill þrýstingur til verðlækkunar sem muni leiða til þess að nafnverð íbúða gefur eftir.

Greiningin spáir því að árið 2010 muni íbúðaverð einnig lækka; um 10% að nafnvirði og 13% að raunvirði. Gert er ráð fyrir að umhverfið verði enn erfitt þá og að hagkerfið verði ennþá í ,,heljargreipum" kreppunnar.

Greining Glitnis telur langtímahorfur þó vera góðar, og spáir því að íbúðamarkaðurinn taki aftur við sér árið 2011. Þá verði stormurinn líklega genginn yfir að mestu leyti og skilyrði fyrir hagvöxt og stöðugleika ættu að hafa skapast á nýjan leik, eins og segir í umfjölluninni.

Spá Greiningar Glitnis.