Hagnaður Landsbanka Íslanda árið 2007 nam 39,9 milljörðum króna en hagnaður fyrir skatta var 45,6 milljarpar króna.

Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbanka Íslands sagði í samtali við Viðskiptablaðið að tekjur af Stork verkefninu væru ekki með í uppgjörinu því að slíkar tekjur séu ekki settar inn fyrr en þannig verkefnum sé formlega lokið þannig að þær komi ekki til tekna fyrr en að fyrsta ársfjórðungi 2008.

Sigurtjón segir að í heildina sé gríðarlega góð afkoma hjá Landsbankanum miðað við aðstæður á markaði. “Það er alveg klárt að aðstæður hafa ekki verið veri í annan tíma eins og á síðari hluta síðasta árs. Við erum með mikla aukningu í grunntekjum sérstaklega þegar haft er í huga að við erum búin að byggja upp 100 milljarða í gjaldeyrisstöðu sem eru ekki með 15% íslenskum vöxtum heldur erlendum 4% vöxtum.

Nánar verður fjallað um uppgjör Landsbankans í Viðskiptablaðinu á morgun.