CTIA – The Wireless Association valdi íslenska sprotafyrirtækið Authenteq sem eitt af fimm leiðandi tæknifyrirtækjum í heiminum sem fást við meðhöndlun persónuauðkenna (e. Identity management).

CTIA eru samtök allra þekktustu framleiðanda á sviði þráðlausrar tækni en samtökin héldu nýlega sýninguna Super Mobility, sem er ein helsta og stærsta fagsýning í heimi á sviði þráðlausrar tækni.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að Authenteq er í framleiðslu- og þróunarsstigi á lausn „sem kemur í veg fyrir að fólk geti falið sig á bak við nafnleynd og órekjanleika í netviðskiptum auk þess að gera viðskipti með kreditkort örugg með því að koma í veg fyir kreditkortasvindl á netinu hjá þeim sem eru skráðir hjá Authenteq.“

Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins, Kári Þór Rúnarsson segir einnig í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu „að það sé gríðarlegur heiður að vera valið eitt af leiðandi tæknisprotafyrirtækjum af svona stórum og virtum samtökum. Þá hafi samtökin ítök inn í öll stærstu fyrirtæki á sviði þráðlausrartækni. Eitt af aðalsmerkjum StartupLab er að CTIA kemur sprotafyrirtækjunum í samband við háttsetta einstaklinga hjá risafyrirtækjum eins og Facebook og Samsung, “aðila sem tæki okkur marga mánuði að ná sambandi við og fá fund með þeim ef allt gengi að óskum”