Nokkur grundvöllur er fyrir þeirri gagnrýni sem íslensku viðskiptabankarnir hafa orðið fyrir segir William Fall, forstjóri Straums-Burðaráss í viðtali við sænska blaðið Dagens Industri en Fall var á ferð í Svíþjóð vegna opnunar skrifstofu bankans í Stokkhólmi.

"Vegna hinna stóru efnhagsreikninga sem sem hinir [íslensku] bankarnir hafa byggt upp verða þeir stöðugt að vera á markaðinum til þess að sækja sér lánsfé til þess að viðhalda stærð sinni. Óróleikinn yfir hröðum vexti þeirra á sér því nokkra réttætingu, segir William Fall sem jafnframt segir starfsemi Straums-Burðaráss byggja á annarri stefnu: "Stefna okkar er önnur. Þeir [hinir íslensku bankarnir] keyra á almennara viðskiptalíkani þar sem lögð er áhersla á stækkun efnhagsreikningsins. Bankinn minn er miklu frekar fjárfestingabanki með ákveðið fé sem við erum reiðubúnir til þess að nota á mun sveigjanlegri hátt." Þá segir Fall við Dagens Industri að vandamálin á fjármálamörkuðum taki nú til mun fleri þátt en undirmálslánanna einna. "Það lítur út fyrir að það séu að koma upp vandamál vegna kreditkortalána og bílalána, neytendur á Bretlandi, Írlandi og á Spáni eru afar skuldsettir. Breski fasteignamarkaðurinn er að gefa eftir og menn hafa verið að sjá koma upp vandamál á Spáni í tengslum við fasteignir. Þetta gæti leitt til þess að óróleikinn muni haldast út allt þetta ár."